Eyþóra Elísabet Þórsdóttir
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir — mbl.is/Sindri
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir verður ekki með hollenska landsliðinu á Evrópumótinu í fimleikum sem fram fer í Glasgow í Skotlandi en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlinum Twitter í gær. Mótið fer fram dagana 2.-5.

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir verður ekki með hollenska landsliðinu á Evrópumótinu í fimleikum sem fram fer í Glasgow í Skotlandi en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlinum Twitter í gær. Mótið fer fram dagana 2.-5. ágúst en Eyþóra varð fyrir því óláni að handleggsbrotna á síðustu æfingu sinni fyrir mót.

„Ég lenti í óheppilegu slysi á síðustu æfingunni minni fyrir EM sem varð til þess að ég handleggsbrotnaði. Ég mun því missa af Evrópumeistaramótinu. Ég vil nota þetta tækifæri og óska liðsfélögum mínum alls hins besta í Glasgow. Gangi ykkur sem allra best og njótið ykkar,“ sagði Eyþóra á Twitter.

Báðir foreldrar Eyþóru eru íslenskir en hún hefur alla tíð búið í Hollandi. Hún tók þátt á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveimur árum og hafnaði í níunda sæti í fjölþraut. Þá hefur hún unnið til fjölda verðlauna á stórmótum, meðal annars silfur á jafnvægisslá á EM í fyrra. sport@mbl.is