Á láni Alfons færir sig um set .
Á láni Alfons færir sig um set .
Alfons Sampsted, leikmaður Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er genginn til liðs við sænska B-deildarfélagið Landskrona og mun hann leika með liðinu út leiktíðina.

Alfons Sampsted, leikmaður Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er genginn til liðs við sænska B-deildarfélagið Landskrona og mun hann leika með liðinu út leiktíðina.

Mörg félög í íslensku úrvalsdeildinni sýndu því áhuga að fá Alfons en Norrköping ákvað að lána hann innan Svíþjóðar til þess að geta fylgst náið með þróun hans. Norrköping hefur mikla trú á honum og sér hann sem framtíðarleikmann hjá félaginu, segir í tilkynningu frá Norrköping.

Alfons er tvítugur bakvörður en hann kom til Norrköping í janúar 2017 frá Breiðabliki. Hann hefur ekkert komið við sögu með Norrköping í deildinni á þessar leiktíð en Landskrona er í tólfta sæti B-deildarinnar, rétt fyrir ofan fallsæti. bjarnih@mbl.is