Verð á stökum miða í sund í Hafnarfirði er 600 krónur samkvæmt verðskrá sveitarfélagsins en í sundlauginni á Húsafelli er það 1.300 krónur. Skýrist sá munur að mestu leyti af því að sundlaugin á Húsafelli er ekki niðurgreidd af sveitarfélaginu þar.

Verð á stökum miða í sund í Hafnarfirði er 600 krónur samkvæmt verðskrá sveitarfélagsins en í sundlauginni á Húsafelli er það 1.300 krónur. Skýrist sá munur að mestu leyti af því að sundlaugin á Húsafelli er ekki niðurgreidd af sveitarfélaginu þar. Þá er verð á stökum miða í sundlaugum Reykjavíkur 980 krónur. Í stærstu sveitarfélögum landsins er 10 miða kort ódýrast í sundlaugum Mosfellsbæjar en dýrast í sundlaugum Kópavogs og Akureyrar.

Reglulegir sundlaugagestir eru með kort sem gildir í margar sundferðir eða til lengri tíma og er þá hver ferð mun ódýrari en með stöku gjaldi. Skrifstofustjóri hjá ÍTR segir að rekstrarumhverfi sundlauga höfuðborgarinnar hafi batnað mjög á síðustu árum. 6