— Morgunblaið/RAX
1. ágúst 1874 Stjórnarskrá Íslands öðlaðist gildi og stofnað var sérstakt stjórnarráð fyrir Ísland í Kaupmannahöfn. 1. ágúst 1935 Talsímasamband við útlönd var opnað, en árið 1906 hafði símskeytasamband komist á.

1. ágúst 1874

Stjórnarskrá Íslands öðlaðist gildi og stofnað var sérstakt stjórnarráð fyrir Ísland í Kaupmannahöfn.

1. ágúst 1935

Talsímasamband við útlönd var opnað, en árið 1906 hafði símskeytasamband komist á. Fyrstir töluðu Kristján konungur tíundi og Hermann Jónasson forsætisráðherra. „Merkilegt augnablik,“ sagði í Morgunblaðinu. „Sigur tækninnar á örðugleikum fjarlægðanna.“

1. ágúst 2001

Skipulagsstofnun lagðist gegn framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun „vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar“. Í desember felldi umhverfisráðherra úrskurðinn úr gildi og féllst á virkjun með skilyrðum.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson