Víg 15 manns létu lífið í árásinni.
Víg 15 manns létu lífið í árásinni.
Fimmtán manns eru látnir eftir árás á ríkisbyggingu í Jalalabad í Afganistan. Frá þessu var greint á AFP og The Guardian. Vígamenn réðust á bygginguna og tóku gísla eftir að félagi þeirra sprengdi sjálfan sig í loft upp við inngangshliðið.

Fimmtán manns eru látnir eftir árás á ríkisbyggingu í Jalalabad í Afganistan. Frá þessu var greint á AFP og The Guardian. Vígamenn réðust á bygginguna og tóku gísla eftir að félagi þeirra sprengdi sjálfan sig í loft upp við inngangshliðið. Byggingin sjálf er notuð af flóttamannastofnun afgönsku ríkisstjórnarinnar. Öryggissveitir börðust við vígamennina í fimm klukkustundir áður en þeim tókst að endurheimta bygginguna. Lík sumra fórnarlambanna voru vart þekkjanleg vegna brunasára.

Ekki er vitað hver stendur á bak við árásina en samtökin Ríki íslams hafa tilkynnt að liðsmenn sínir hafi ekki verið að verki. Talíbanar hafa einnig neitað sök.