Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir — Morgunblaðið/Eggert
Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði þeim stóra áfanga í gær að skora sitt 100. mark í efstu deild þegar hún kom Breiðabliki yfir í 6:1 sigrinum gegn HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvellinum. Markið kom strax á 4.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði þeim stóra áfanga í gær að skora sitt 100. mark í efstu deild þegar hún kom Breiðabliki yfir í 6:1 sigrinum gegn HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvellinum.

Markið kom strax á 4. mínútu og hún bætti reyndar við 101. markinu aðeins mínútu síðar og skoraði það 102. í röðinni á 53. mínútu þegar hún kom Breiðabliki í 5:0.

Berglind er 26 ára gömul en er að spila sitt tólfta tímabil í deildinni, þar sem hún lék fyrst með Breiðabliki aðeins 15 ára gömul árið 2007. Hún spilaði með ÍBV 2011 og 2012 og með Fylki 2015 og fyrri hluta tímabilsins 2016 en hefur að öðru leyti spilað með Breiðabliki . Hún er orðin markahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili með 12 mörk eftir leiki gærkvöldsins og þetta er önnur þrennan hjá henni í ár. Berglind er tólfti leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins sem skorar 100 mörk í efstu deild kvenna. vs@mbl.is