Frábær Bandaríska tónlistarkonan St. Vincent heillaði gesti á Panorama laugardaginn 28. júlí.
Frábær Bandaríska tónlistarkonan St. Vincent heillaði gesti á Panorama laugardaginn 28. júlí. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tónlistarhátíðin Panorama Music Festival fór vel fram á Randall-eyju við Manhattan í New York um helgina, þrátt fyrir að fyrsta degi tónleika hefði verið aflýst sökum vonskuveðurs og gestir beðnir um að yfirgefa tónleikasvæðið.

Tónlistarhátíðin Panorama Music Festival fór vel fram á Randall-eyju við Manhattan í New York um helgina, þrátt fyrir að fyrsta degi tónleika hefði verið aflýst sökum vonskuveðurs og gestir beðnir um að yfirgefa tónleikasvæðið. Rigning plagaði gesti á tímabili en þeir létu veðrið ekki stöðva sig og margir höfðu þó vit á því að klæða sig í regnfatnað og fundu því lítið fyrir úrhellinu. Þeir misstu engu að síður af mörgum vönduðum tónlistarmönnum og hljómsveitum sem koma áttu fram á föstudegi, þeirra á meðal The Weeknd, Migos, The War on Drugs og Father John Misty.

Á laugardegi komu fram Janet Jackson, SZA, St. Vincent og Gucci Mane ásamt fleirum og David Byrne olli ekki vonbrigðum, frekar en fyrri daginn, með tónleikum sínum á sunnudegi. Vefurinn Consequences of Sound greinir frá því að minnst einum tónleikum hafi verið aflýst á hverjum hátíðardegi og þá ekki aðeins út af veðri heldur einnig seinkun á flugi og meiðslum tónlistarmanna. Þeir tónleikar sem haldnir hafi verið hafi þó heppnast vel og er St. Vincent nefnd sérstaklega og að tónleikar hennar hafi verið meðal þeirra allra bestu. helgisnaer@mbl.is