Árbær Lummubakstur er þjóðlegur
Árbær Lummubakstur er þjóðlegur — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Um verslunarmannahelgina verður venju samkvæmt efnt til fjölbreyttrar leikjadagskrár á Árbæjarsafni. Dagskráin er ætluð krökkum, en að sjálfsögðu opin öllum sem eru í borginni þessa mestu ferðahelgi ársins. Frá kl.

Um verslunarmannahelgina verður venju samkvæmt efnt til fjölbreyttrar leikjadagskrár á Árbæjarsafni. Dagskráin er ætluð krökkum, en að sjálfsögðu opin öllum sem eru í borginni þessa mestu ferðahelgi ársins. Frá kl. 13:00, bæði sunnudag og mánudag, geta gestir keppt í pokahlaupi, skjaldborgarleik og reiptogi, svo nokkuð sé nefnt. Á safninu er fjölbreytt úrval af útileikföngum sem krökkum býðst að nota að vild. Þá má minna á hátíðina Komdu að leika í safnhúsinu Landakoti en þar er fjöldi leikfanga frá ýmsum tímum sem krökkum er frjálst að leika sér með.

Á sunnudag mun sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjóna fyrir altari í litlu kirkjunni á Árbæjarsafni kl. 11.