Ingólfur Sveinsson
Ingólfur Sveinsson
Ingólfur starfar sem geðlæknir og á langan feril að baki. Hann segir geðlækningar hafa breyst mikið en ekki nóg. „Daninn Søren Kierkegaard sagði eitt sinn að maður lærði á lífið með reynslunni sinni en maður gæti ekki lifað aftur á bak.
Ingólfur starfar sem geðlæknir og á langan feril að baki. Hann segir geðlækningar hafa breyst mikið en ekki nóg. „Daninn Søren Kierkegaard sagði eitt sinn að maður lærði á lífið með reynslunni sinni en maður gæti ekki lifað aftur á bak. Fólk sem á að baki erfiða lífsreynslu á þær minningar og þær sitja í. Ég vil hreinsa til í minningasafni fólks og ég kalla það draughreinsun. Frekar en að fara endalaust yfir sömu sorgarsöguna og vandræðin þá er betra að hreinsa þessar slæmu minningar burt. Þetta er aðferð sem mér finnst alls ekki vera notuð nóg en það er hægt að kenna hana á hálftíma. Það eru nokkrir sálfræðinemar sem hafa lært þetta og ég vona að þeir haldi áfram.“