Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann í gær sinn fyrsta sigur í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Skopje í Makedóníu. Strákarnir unnu 82:65-sigur á Lúxemborg í fjórða leik sínum á mótinu.

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann í gær sinn fyrsta sigur í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Skopje í Makedóníu. Strákarnir unnu 82:65-sigur á Lúxemborg í fjórða leik sínum á mótinu. Lúxemborg byrjaði betur í leiknum og vann fyrsta leikhlutann, 17:16, en íslenska liðið vann næstu tvo leikhluta, 18:14 og 18:15. Þeir unnu svo fjórða leikhlutann afar sannfærandi, 30:19. Sigvaldi Eggertsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 24 stig, 13 fráköst og 2 stoðsendingar. Hilmar Henningsson skoraði 22 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Íslenska liðið mætir Ísrael í lokaleik sínum í riðlakeppninni í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma en Ísland er með 5 stig eftir fyrstu fjóra leikina. bjarnih@mbl.is