Sjónvarp Um 67% landsmanna eru með Netflix.
Sjónvarp Um 67% landsmanna eru með Netflix.
Um 90% Íslendinga undir þrítugu hafa aðgang að Netflix, að því er fram kemur í könnun sem MMR gerði um miðjan maí. Tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa aðgang að Netflix á heimili sínu, eða 67%. Það er aukning um 8 prósentustig frá sama tíma í...

Um 90% Íslendinga undir þrítugu hafa aðgang að Netflix, að því er fram kemur í könnun sem MMR gerði um miðjan maí.

Tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa aðgang að Netflix á heimili sínu, eða 67%. Það er aukning um 8 prósentustig frá sama tíma í fyrra.

Óverulegur munur var á svörun eftir kyni en íbúar höfuðborgarsvæðisins , þar sem 70% eru með áskrift á heimilinu, voru líklegri til að segja einhvern á sínu heimili vera með áskrift en íbúar á landsbyggðinni, þar sem hlutfallið var 62%. Þá jukust líkur á að einhver heimilismanna svarenda væri með áskrift að Netflix með aukinni menntun og heimilistekjum.