Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu karla hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, vegna framkomu í seinni leiknum gegn Rosenborg í Þrándheimi í fyrstu umferð undankeppni...

Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu karla hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, vegna framkomu í seinni leiknum gegn Rosenborg í Þrándheimi í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Eftir að Rosenborg fékk umdeilda vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins gaf Ólafur bendingar með fingrum upp í áhorfendastúkuna, til marks um að peningar hefðu verið í spilinu varðandi ákvörðun dómarans.

Ólafur mun því ekki stjórna Valsliðinu annað kvöld þegar það tekur á móti Santa Coloma frá Andorra í síðari viðureign liðanna í 2. umferð Evrópudeildar UEFA. Valsmenn eru þar 1:0 undir eftir fyrri viðureignina en komist þeir áfram getur Ólafur ekki stýrt liðinu í fyrri leik 3. umferðar. Það kemur í hlut Sigurbjörns Hreiðarssonar að stjórna Valsliðinu einn í fjarveru Ólafs. vs@mbl.is