Lamadýr Fornleifafræðingurinn Jose Berenguer við nokkrar myndanna í Taira-hellinum í Síle. Hellarnir eru í rúmlega 3.000 metra hæð og þar eru helstu hellamyndir landsins.
Lamadýr Fornleifafræðingurinn Jose Berenguer við nokkrar myndanna í Taira-hellinum í Síle. Hellarnir eru í rúmlega 3.000 metra hæð og þar eru helstu hellamyndir landsins. — AFP
Fræðimenn jafnt sem heimamenn í Taira-dalnum í Síle vilja að merkar hellamyndirnar í Taira-hellinum verði teknar á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna svo hægt verði að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu í tengslum við þær.

Fræðimenn jafnt sem heimamenn í Taira-dalnum í Síle vilja að merkar hellamyndirnar í Taira-hellinum verði teknar á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna svo hægt verði að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu í tengslum við þær.

Myndirnar voru dregnar upp af hirðingjum fyrir tæplega þrjú þúsund árum. Sænskur fornleifafræðingur, Stig Ryden, uppgötvaði myndirnar og kynnti árið 1944.

Hellirinn er í 3.150 metra hæð við Atacama-eyðimörkina, einn þurrasta stað jarðar. Níu af hverjum tíu myndum í hellinum sýna lamadýr, en fornleifafræðingurinn Jose Bereguer telur heimamenn hafa á sínum tíma gert myndirnar sem lið í bænum til guðanna um að fjölga í lamaflokkum þeirra. Myndirnar séu þannig óður til lífsmagnsins og náttúrunnar. Aðrar myndir sýna til að mynda refi, snáka, fugla og hunda. Hirðingjar rækta enn lamadýr á svæðinu.