— AFP
Um 20.000 manns í Kaliforníu var skipað að yfirgefa heimili sín á mánudaginn vegna villielda sem geisa nú í ríkinu. Frá þessu er sagt á fréttavef Huffington Post.
Um 20.000 manns í Kaliforníu var skipað að yfirgefa heimili sín á mánudaginn vegna villielda sem geisa nú í ríkinu. Frá þessu er sagt á fréttavef Huffington Post. Íbúar ríkisins hafa gagnrýnt stjórnvöld og varpað fram spurningum um hvort þau hafi brugðist nógu skjótt við og ítrekað nægilega vel hættuna sem steðjaði að íbúum sem ekki forðuðu sér tafarlaust. Sex hafa látið lífið í versta eldinum, Carr-eldinum í norðurhluta ríkisins.