Kaffisopi. N-Allir Norður &spade;63 &heart;KDG ⋄Á10532 &klubs;Á64 Vestur Austur &spade;ÁG874 &spade;1095 &heart;9542 &heart;873 ⋄6 ⋄D974 &klubs;D108 &klubs;K72 Suður &spade;KD2 &heart;Á106 ⋄KG8 &klubs;G953 Suður spilar 3G.

Kaffisopi. N-Allir

Norður
63
KDG
Á10532
Á64

Vestur Austur
ÁG874 1095
9542 873
6 D974
D108 K72

Suður
KD2
Á106
KG8
G953

Suður spilar 3G.

„Þrjú grönd,“ sagði hann ákveðnum rómi, vöðlaði spilunum saman í búnt og lagði frá sér á borðið. Saup svo á kaffinu.

Já – sú var tíðin að vanir spilamenn sögðu 3G við fyrsta mögulega tækifæri. Vildu ekki hætta á að makker kæmist yfir samninginn. Nú á tímum er samvinnan meiri og langstökk í 3G notað í innrammaðri merkingu til að sýna marflata 13-15 punkta. Suðurhöndin er dæmigerð. Við opnun norðurs á 1 er eiginlega ekkert annað að gera en stökkva beint í 3G. Það gerir suður og fær út spaða upp á níu og drottningu. Hvernig á að spila?

Hér þarf að forða því að austur komist inn til að spila spaða og það er ekki nóg að svína tígulgosa. Nei – TÍAN úr blindum er rétta spilið! Ef austur leggur drottninguna á tíuna (hvað hann gerir, væntanlega) er áttunni svínað síðar.

Hárnákvæm sniðganga.