Jóhann Gíslason
Jóhann Gíslason
Ekkert hefur spurst til Jóhanns Gíslasonar, íslensks ríkisborgara sem búsettur er í Reykjavík, síðan 12. júlí síðastliðinn. Jóhann flaug til Alicante á Spáni 8. júlí án þess að eiga bókað flug til baka.

Ekkert hefur spurst til Jóhanns Gíslasonar, íslensks ríkisborgara sem búsettur er í Reykjavík, síðan 12. júlí síðastliðinn. Jóhann flaug til Alicante á Spáni 8. júlí án þess að eiga bókað flug til baka.

„Það er verið að afla gagna og reyna að staðsetja hann, en við vitum svo sem ósköp lítið. Menn mega alveg láta sig hverfa,“ sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við mbl.is, en ættingjar Jóhanns segja það ólíkt honum að hverfa með þessum hætti. Tilkynnti fjölskyldan um hvarf hans til lögreglu 16. júlí.

Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París sem annast einnig sendiráðsstörf á Spáni, segir að leit hafi eng-an árangur borið.

„Við erum í sambandi við ræðismenn og lögreglu. Málið er í eðlilegum farvegi en leit hefur engan árangur borið enn þá.“

Þá segir Svanhvít Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður borgaraþjónustu hjá utanríkisráðuneytinu, að unnið sé með fjölskyldu Jóhanns við leitina að honum, en fyrir leitinni fer fyrst og fremst lögreglan á Vesturlandi.