Meistaraverk Lucas Cranach málaði Adam og Evu fyrir nær 500 árum.
Meistaraverk Lucas Cranach málaði Adam og Evu fyrir nær 500 árum. — Norton Simon Museum
Eftir málarekstur í um áratug hefur áfrýjunardómstóll í Kaliforníu úrskurðað að Norton Simon-listasafnið í Pasadena megi eiga tvö meistaraverk frá 16. öld eftir þýska endurreisnarmálarann Lucas Cranach eldri.

Eftir málarekstur í um áratug hefur áfrýjunardómstóll í Kaliforníu úrskurðað að Norton Simon-listasafnið í Pasadena megi eiga tvö meistaraverk frá 16. öld eftir þýska endurreisnarmálarann Lucas Cranach eldri. Málverkin sýna Adam og Evu í fullri líkamsstærð. Nasistar neyddu árið 1940 hollenska listaverkasalann Jacques Goudstikker til að selja þeim verkin fyrir brotabrot af verðmæti þeirra. Goudstikker flúði Evrópu í kjölfarið.

Eftir seinni heimsstyrjöldina skiluðu bandamenn málverkunum til hollenskra stjórnvalda. Árið 1966 seldi hollenska ríkið verkin rússneskum safnara sem fimm árum seinna seldi þau bandaríska iðnjöfrinum Norton Simon, sem setti þau í safn sitt. Tengdadóttir Goudstikker fór í mál við safnið árið 2007 og krafðist þess að fá málverkin, sem réttmætur eigandi þeirra. Samkvæmt lokaúrskurði dómstólsins í gær var þeim rétti fyrirgert þegar verkin voru seld árið 1966.

„Með sögunni sem fylgir þessum verkum eru þau eins og ör á safninu. Það er virðingarleysi að láta þau vera þar til sýnis,“ hafa fjölmiðlar eftir tengdadóttur Goudstikker.