Afgreiðsla Brasilíumaðurinn Fred Saraiva lyftir hér boltanum yfir steinrunninn Eyjólf Tómasson í marki Leiknis.
Afgreiðsla Brasilíumaðurinn Fred Saraiva lyftir hér boltanum yfir steinrunninn Eyjólf Tómasson í marki Leiknis. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leiknir Reykjavík og Fram gerðu 2:2-jafntefli í 14. umferð Inkasso-deildar karla í Breiðholtinu í gær í fjörugum leik. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum yfir á 15. mínútu en það tók Framara aðeins tvær mínútur að jafna metin.

Leiknir Reykjavík og Fram gerðu 2:2-jafntefli í 14. umferð Inkasso-deildar karla í Breiðholtinu í gær í fjörugum leik.

Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum yfir á 15. mínútu en það tók Framara aðeins tvær mínútur að jafna metin. Þar var á ferðinni Frederico Saraiva og staðan orðin 1:1.

Guðmundur Magnússon kom gestunum svo yfir á 32. mínútu og staðan því 2:1 í hálfleik. Vuk Dimitrijevic jafnaði metin fyrir Leiknismenn á 76. mínútu og niðurstaðan því jafntefli á Leiknisvelli í gær.

Fram er í sjötta sæti deildarinnar með 19 stig en Leiknir er í sjöunda sætinu með 15 stig. bjarnih@mbl.is