Urðarhvarf 8 Svona sjá arkitektar húsið fyrir sér fullgert. Bygging hússins hófst 2006 en það stóð hálfklárað í um áratug eftir efnahagshrunið.
Urðarhvarf 8 Svona sjá arkitektar húsið fyrir sér fullgert. Bygging hússins hófst 2006 en það stóð hálfklárað í um áratug eftir efnahagshrunið. — Teikning/ÞG Verk
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framboð á atvinnuhúsnæði eykst um tugþúsundir fermetra á næstu mánuðum með því að margar nýbyggingar verða teknar í notkun.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Framboð á atvinnuhúsnæði eykst um tugþúsundir fermetra á næstu mánuðum með því að margar nýbyggingar verða teknar í notkun.

Verktakafyrirtækið ÞG Verk er þar af með rúma 40 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og alls 20 þúsund fermetra bílakjallara.

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir 50-60% af nýju atvinnuhúsnæði á Hafnartorgi hafa verið leigð út. Þá sé búið að leigja um 20% af nýju 16.500 fermetra skrifstofuhúsi í Urðarhvarfi í Kópavogi. Áætlað sé að senn muni um þúsund manns starfa í húsinu.

Hafnartorgið verður tekið í notkun í haust og með því bílakjallari sem nær undir Geirsgötu.

Þorvaldur segir eftirspurnina vitna um efnahagsbata síðustu ára.

Kostar 200-300 þúsund á íbúð

ÞG Verk er líka umsvifamikið í byggingu íbúðarhúsnæðis.

Þorvaldur segir hamlandi skipulagskröfur enn að aukast á höfuðborgarsvæðinu. T.d. kosti djúpgámar við íbúðir sem félagið er að byggja í Vogabyggð í Reykjavík 200 til 300 þús. á hverja íbúð. 10