Óbreytt Frances McDormand hreppti Óskar í ár og kallaði eftir breytingum.
Óbreytt Frances McDormand hreppti Óskar í ár og kallaði eftir breytingum.
Ný skýrsla frá Háskóla Suður-Kaliforníu sem birt var í gær sýnir að ekkert hefur breyst síðustu ár hvað varðar jafnari þátttöku kynjanna á hvíta tjaldinu.

Ný skýrsla frá Háskóla Suður-Kaliforníu sem birt var í gær sýnir að ekkert hefur breyst síðustu ár hvað varðar jafnari þátttöku kynjanna á hvíta tjaldinu. Konur voru aðeins 31,8 prósent þeirra persóna sem fá að tjá sig í kvikmyndum sem framleiddar eru vestanhafs en það er nokkurn veginn sama hlutfall og fyrir ellefu árum.

Skýrslan byggist á rannsókn þar sem eitthundrað vinsælustu kvikmyndir hvers árs frá 2007 voru skoðaðar. Meðal annars sem kemur fram er að konur sem eru dökkar á hörund voru einungis í aðalhlutverki í fjórum kvikmyndum í fyrra og að hvítir leikarar fóru með 70,7 prósent allra þeirra hlutverka þar sem leikararnir tjá sig með orðum.

„Það er fjölradda kór sem kallar á breytingar en Hollywood hefur engu breytt hvað varðar skipan í hlutverk,“ er haft eftir einum skýrsluhöfunda í The Guardian.