Vöruútflutningur á fyrri helmingi ársins var 43 milljörðum króna meiri en á sama tímabili í fyrra og jókst verðmætið um 17,6% milli ára, reiknað á gengi hvors árs. Á tímabilinu janúar til júní 2018 voru fluttar út vörur fyrir 287 milljarða króna.

Vöruútflutningur á fyrri helmingi ársins var 43 milljörðum króna meiri en á sama tímabili í fyrra og jókst verðmætið um 17,6% milli ára, reiknað á gengi hvors árs. Á tímabilinu janúar til júní 2018 voru fluttar út vörur fyrir 287 milljarða króna.

Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 40 milljarða króna á fyrri árshelmingi, sem er 12,1% aukning á gengi hvors árs. Fluttar voru inn vörur fyrir 370,4 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins.

Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 83,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins, reiknað á fob verðmæti, sem er 2,8 milljörðum króna minni halli en á sama tímabili á síðasta ári. Án skipa og flugvéla nam vöruskiptahallinn 66,7 milljörðum króna, samanborið við 73,6 milljarða króna fyrstu sex mánuðina í fyrra.