[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Daníel Örn Hinriksson, hárgreiðslumaður og hundaeigandi, kom í heimsókn með yngsta hundinn sinn, Dirty, í morgunþáttinn Ísland vaknar en alls eru fimm hundar á heimilinu.
Daníel Örn Hinriksson, hárgreiðslumaður og hundaeigandi, kom í heimsókn með yngsta hundinn sinn, Dirty, í morgunþáttinn Ísland vaknar en alls eru fimm hundar á heimilinu. Hann sagði hundaeign vera lífsstíl og að þeir sem hefðu hug á því að fá sér sér hund þyrftu að hugsa það til enda. „Fólk þarf líka að skoða í upphafi hvernig lífsstíllinn er, ertu kyrrsetumanneskja sem fílar að labba í hverfinu þínu? Ertu í einhverju sporti og hentar hundurinn því sporti? Ég hvet fólk til að fara yfir þetta, það skiptir máli“ sagði Daníel. Hlustaðu á viðtalið í hljóði og mynd á k100.is.