Lokun Miklar tafir urðu á umferð vegna lokana af völdum slyssins.
Lokun Miklar tafir urðu á umferð vegna lokana af völdum slyssins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi um miðjan dag í gær þegar bifhjól lenti í árekstri við jeppling. Tveir voru á bifhjólinu og var annar þeirra töluvert slasaður. Varð bílstjóra í jepplingnum ekki meint af.

Nína Guðrún Geirsdóttir

ninag@mbl.is

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi um miðjan dag í gær þegar bifhjól lenti í árekstri við jeppling. Tveir voru á bifhjólinu og var annar þeirra töluvert slasaður. Varð bílstjóra í jepplingnum ekki meint af. Þjóðerni mannanna eru enn ókunn. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sem flutti þann sem slasaðist mest á Landspítalann síðdegis.

Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns lögreglunnar á Suðurlandi, átti slysið sér stað í brekku skammt frá býlinu Hárlaugsstöðum, mitt á milli Hellu og Selfoss. Var Suðurlandsvegi lokað í tæpa tvo klukkutíma í kjölfar slyssins. Var umferð þá beint í gegnum hjáleið um Vestra-Gíslholtsvatn, sem lengdi leiðina um u.þ.b. 20 kílómetra.

Tildrög slyssins eru ókunn enn sem komið er en málið er komið í rannsókn, að sögn Sveins. Lögreglunni höfðu ekki borist upplýsingar um líðan hins slasaða að svo stöddu.