Í síðasta mánuði birtist á heimasíðu Síldarvinnslunnar stutt samtal við Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóra Ice Fresh Seafood, og þar segir meðal annars: „Gústaf segir að sala á loðnuafurðum hafi gengið ágætlega á síðustu vertíð en staðan sé...

Í síðasta mánuði birtist á heimasíðu Síldarvinnslunnar stutt samtal við Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóra Ice Fresh Seafood, og þar segir meðal annars: „Gústaf segir að sala á loðnuafurðum hafi gengið ágætlega á síðustu vertíð en staðan sé flóknari þegar kemur að makríl og síld á vertíðinni sem nú er að hefjast. „Söluhorfur á makríl eru ágætar og þar finnum við fyrir mikilli eftirspurn frá mörgum mörkuðum. Hins vegar er því ekki að neita að við höfum nokkrar áhyggjur af síldinni. Eftirspurn dróst saman á síldarmörkuðum á síðustu vertíð og verð lækkuðu mikið. Því miður sér ekki fyrir endann á þessari niðursveiflu hvað síldina varðar.

Inn í þetta spilar hið svonefnda Rússabann sem er grafalvarlegt. Rússabannið hefur áhrif á nánast alla okkar sölustarfsemi því Rússland var okkar helsti markaður fyrir uppsjávarafurðir,“ sagði Gústaf.“