Bragðgóð Ekki eru allir sammála um hvernig Bérnaise-sósa skal gerð.
Bragðgóð Ekki eru allir sammála um hvernig Bérnaise-sósa skal gerð. — Ljósmynd/thinkstock.com
Fimm eggjarauður 250 gr smjör. 1-1,5 msk béarnaise-kjarni. 2 tsk fáfnisgras. Þeytið eggjarauður þar til þær freyða og bræðið smjör á lágum hita á meðan. Hafið skálina í vatnsbaði (f.

Fimm eggjarauður

250 gr smjör.

1-1,5 msk béarnaise-kjarni.

2 tsk fáfnisgras.

Þeytið eggjarauður þar til þær freyða og bræðið smjör á lágum hita á meðan. Hafið skálina í vatnsbaði (f. bain-marie) og hellið smjörinu í mjórri bunu í rauðurnar, á meðan þeytt er á fullum hraða.

Bætið béarnaise-ediki og fáfnisgrasi (e. estragon) út í eftir smekk og hrærið.

Saltið og piprið eftir smekk.

Heilræði

Fyrir byrjendur í Béarnaise-gerð er ágætt að miða við tvær eggjarauður á móti 100 grömmum af smjöri fyrir hvern einstakling. Siggi Hall segir þó „gamla hlutfallið“ vera ein rauða á móti hverjum 100 grömmum, og gengur það líka.

Margir klassískir kokkar sverja fyrir písk en fyrir byrjendur er ágætt að hafa rafmagnsþeytara við höndina.

Þá skal ávallt hafa hreina teskeið innan handar til að smakka sósuna til og styðjast frekar við bragðlaukana en uppskriftir.