Það var stemmning hjá þessum pysjum á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1988.
Það var stemmning hjá þessum pysjum á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1988. — Morgunblaðið/Sigurgeir
Í Morgunblaðinu þann 7. ágúst árið 1988 dregur Friðrik Indriðason upp skondna mynd af Þjóðhátíð í Eyjum. Þar stendur: Hið fyrsta sem ég heyri er ég kem inn á hátíðarsvæðið er: „Ætlarðu að fá þér sopa eða ætlarðu að sofna með þetta í klofinu?

Í Morgunblaðinu þann 7. ágúst árið 1988 dregur Friðrik Indriðason upp skondna mynd af Þjóðhátíð í Eyjum. Þar stendur:

Hið fyrsta sem ég heyri er ég kem inn á hátíðarsvæðið er: „Ætlarðu að fá þér sopa eða ætlarðu að sofna með þetta í klofinu?“ Þetta kemur úr barka nokkuð skondins náunga, klæddur rýjateppi og litlu öðru með skærrauða plasthárkollu á höfðinu. Ég heyri ekki svarið þar sem tveir góðkunningjar mínir úr borginni koma að og segja farir sínar ekki sléttar. „Djöfullinn sjálfur, það er búið að ræna öllu áfenginu okkar. Öllu, þremur Jim Beam, tveimur Tequlia og einni Glenlivet. Það eina sem eftir er í tjaldinu eru tvö kíló af sítrónum og saltbaukur. Hvað í helvítinu eigum við að gera við tvö kíló af sítrónum?“ spyr annar þeirra.

Góðkunningjar mínir eru að snæða hið eina sem eftir er af nesti þeirra, stórt stykki af Toblerone-súkkulaði. Það veldur umtali nær allra er leið eiga um. „Hva, eruð þið að koma frá útlöndum?“ spyr ung pysja. Hún er spurð af hverju hún haldi það. „Nú þið eruð að éta Toblerone.“