Margverðlaunuð Elke Eckerstorfer, organisti St. Augustin kirkju í Vínarborg.
Margverðlaunuð Elke Eckerstorfer, organisti St. Augustin kirkju í Vínarborg.
Elke Eckerstorfer, organisti St. Augustin kirkju í Vínarborg, leikur á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og á morgun kl. 17 og þeir eru hluti af tónleikaröð kirkjunnar, Alþjóðlegu orgelsumri. Eckerstorfer leikur í dag verk eftir J.S.

Elke Eckerstorfer, organisti St. Augustin kirkju í Vínarborg, leikur á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og á morgun kl. 17 og þeir eru hluti af tónleikaröð kirkjunnar, Alþjóðlegu orgelsumri. Eckerstorfer leikur í dag verk eftir J.S. Bach, Camille Saint-Saëns, Johannes Brahms og Vincenzo Petrali og á morgun kl. 17. Á morgun leikur hún svo verk eftir Sebastián Aguiléra de Heredia, J.S. Bach, W.A. Mozart, Camille Saint-Saëns, Balduin Sulzer, Johannes Brahms og Franz Liszt.

Elke Eckerstorfer er frá Wels í Austurríki og stundaði nám við tónlistarmenntaskólann í Linz og hóf píanónám við Bruckner-tónlistarháskólann í Linz. Hún stundaði framhaldsnám í orgelleik, píanóleik og semballeik við Tónlistarháskólann í Vín og veturinn 2000-2001 var hún í námi hjá Bouvard og Latry við Þjóðartónlistarháskólann í París, að því er fram kemur í tilkynningu.

Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir leik sinn og hefur ferðast til flestra landa Evrópu og til Japans í tengslum við tónleikahald. Þá hefur leikur hennar verið hljóðritaður bæði til útgáfu og fyrir útvarp.

Fyrir utan að vera einn af organistum í Kirkju heilags Ágústínusar í Vínarborg kennir hún einnig við Tónlistarháskóla borgarinnar, segir í tilkynningunni.