Blóð Í læknaþáttum er hægt að sjá blóð og drama.
Blóð Í læknaþáttum er hægt að sjá blóð og drama.
Glæpir, læknadrama og matreiðsla er það sem helst er á skjá blaðamanns. Á RÚV er nú verið að sýna frönsku spennuþáttaröðina Disparue, eða Leitina, sem fjallar um unglingsstúlku sem hverfur sporlaust.

Glæpir, læknadrama og matreiðsla er það sem helst er á skjá blaðamanns. Á RÚV er nú verið að sýna frönsku spennuþáttaröðina Disparue, eða Leitina, sem fjallar um unglingsstúlku sem hverfur sporlaust. Þættirnir lofa góðu og er hressandi að hlusta á annað en amerískuna þó menntaskólafranskan sé ekki að skila sér. Í fyrrakvöld þegar vakað var eftir unglingnum datt undirrituð inn í fyrstu tvo þættina af Little Boy Blue, breska spennuþætti um lítinn dreng sem drepinn er úti á götu. Á milli þess að horfa á þætti um horfin eða myrt börn þá gleypi ég í mig kokkaþætti. The Great British Bake Off á Stöð2 er alveg til að fá munnvatnið til að streyma. Ekki er gott að horfa á þessa þætti svangur og um daginn hljóp ég niður í eldhús og skellti í biscotti-kökur. Þannig geta þessir þættir verið stórhættulegir línunum. Svo er ég líka svakalega veik fyrir læknaþáttum og elska opnar skurðaðgerðir með tilheyrandi blóðgusum. Spurning hvort það sé alveg í lagi með mann en það er önnur saga.

En hvernig væri að sameina þetta þrennt í sjónvarpsþætti; læknadrama, glæpi og mat? Læknir í eldhúsi hverfur sporlaust? Það væri bragð af því!

Ásdís Ásgeirsdóttir

Höf.: Ásdís Ásgeirsdóttir