Örðugleikar Argentísku leikararnir Ricardo Darín og Mercedes Morán í myndinni.
Örðugleikar Argentísku leikararnir Ricardo Darín og Mercedes Morán í myndinni.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í San Sebastian verður haldin í 66. sinn í lok september. Opnunarmynd hátíðarinnar er argentínska kvikmyndin El Amor Menos Pensado , eða Óvænt ást.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í San Sebastian verður haldin í 66. sinn í lok september. Opnunarmynd hátíðarinnar er argentínska kvikmyndin El Amor Menos Pensado , eða Óvænt ást. Myndin er fyrsta leikna myndin eftir Juan Vera og í aðalhlutverki eru Ricardo Darín og Mercedes Morán. Darín framleiðir myndina ásamt syni sínum Chino, og Vera skrifaði handritið ásamt Daniel Cúparo.

Myndin er í aðalkeppninni þar sem Gullna skelin er í verðlaun.

Sagan segir frá pari sem gengur í gegnum krísu eftir 25 ára hjónaband, sem verður til þess að leiðir þeirra skilja og að þau verða að skoða sjálf sig í ljósi ástarinnar, þrárinnar og tímans rásar.