Joe Hart
Joe Hart — AFP
Joe Hart, markmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, er á leiðinni í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley og verður hann líklega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á allra næstu dögum.

Joe Hart, markmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, er á leiðinni í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley og verður hann líklega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á allra næstu dögum.

Hart á eitt ár eftir af samningi sínum við City, en hann á ekki framtíð hjá félaginu. Nick Pope, aðalmarkmaður Burnley, meiddist illa á öxl á dögunum og verður lengi frá. Tom Heaton er svo að glíma við meiðsli í kálfa.

Anders Lindegaard, fyrrverandi leikmaður Manchester United, stóð á milli stanganna er Burnley mætti Aberdeen í Evrópudeildinni í fyrradag. Hart hefur leikið 75 landsleiki fyrir enska landsliðið og 350 leiki fyrir Manchester City, þar sem hann hefur tvívegis orðið Englandsmeistari sem aðalmarkmaður.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley og hefur hann spilað með liðinu frá árinu 2016. sport@mbl.is