Persóna Cavill í Mission: Impossible, August Walker, skartar fríðu yfirvaraskeggi.
Persóna Cavill í Mission: Impossible, August Walker, skartar fríðu yfirvaraskeggi. — AFP
Yfirvaraskegg Fyrir hlutverk sitt sem August Walker í Mission: Impossible - Fallout safnaði Cavill í myndarlegt yfirvaraskegg sem vakið hefur mikla athygli í aðdraganda myndarinnar.
Yfirvaraskegg Fyrir hlutverk sitt sem August Walker í Mission: Impossible - Fallout safnaði Cavill í myndarlegt yfirvaraskegg sem vakið hefur mikla athygli í aðdraganda myndarinnar. Athyglin hefur verið bæði af því góða og slæma, en mest hefur athyglin verið að atferli skeggsins í einni stiklu myndarinnar, þar sem það virðist vaxa töluvert á nokkrum sekúndum.

Atvikið kemur fram í einu af hinum fjölmörgu bardagaatriðum myndarinnar ásamt persónu Tom Cruise, Ethan Hunt. Setur Cavill sig þá í stellingar til að lúskra á illmenni þegar hann, eins og ýmsir á netheimum hafa komist að orði, „hleður hnefana eins og haglabyssur“ þegar skeggvöxtur kappans virðist þykkjast.