[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ég er að lesa frábæra bók núna sem heitir Ísafold: ferðamyndir frá Íslandi. Ina von Grumbkow skrifaði bókina og Haraldur Sigurðsson þýddi hana árið 1982.

Ég er að lesa frábæra bók núna sem heitir Ísafold: ferðamyndir frá Íslandi. Ina von Grumbkow skrifaði bókina og Haraldur Sigurðsson þýddi hana árið 1982. Ég er í smá rannsóknarverkefni og rakst á gamla grein um þessa bók og tilvitnanir í hana í Morgunblaðinu og heillaðist af henni. Ina von Grumbkow skrifar um ferð sína til Íslands árið 1908 þegar hún kom til að leita að örlögum unnusta síns, sem var þýskur vísindamaður sem hvarf sporlaust með öðrum manni 1907, sennilega í Öskjuvatn. Þessi bók er einn sá fallegasti texti sem ég hef lesið.

Ég er líka að lesa bók sem heitir Third Culture Kids og er um börn sem eru alin upp í öðru landi en foreldrar þeirra, alin upp við aðra tungu og aðra menningu en foreldrarnir. Bókin gefur mynd af þeim ögrunum sem mæta þeim og líka hvaða kosti það hefur að hafa aðgang að fleiri tungumálum en einu og fleiri menningarheimum.