Rami Malek í gervi Mercury.
Rami Malek í gervi Mercury.
KVIKMYNDIR Aðdáendur hljómsveitarinnar Queen bíða þess spenntir að kvikmyndin Bohemian Rhapsody verði frumsýnd í kvikmyndahúsum í nóvember. Á Youtube hefur sýnishorn úr myndinni fengið fleiri milljónir áhorfa.
KVIKMYNDIR Aðdáendur hljómsveitarinnar Queen bíða þess spenntir að kvikmyndin Bohemian Rhapsody verði frumsýnd í kvikmyndahúsum í nóvember. Á Youtube hefur sýnishorn úr myndinni fengið fleiri milljónir áhorfa.

Leikarinn Rami Malek fer með hlutverk söngvarans Freddie Mercury og þykir sláandi líkur honum, bæði í útliti og sviðsframkomu.

Nú bíða gagnrýnendur spenntir eftir því að sjá hvernig handritshöfundar myndarinnar nálgast kynhneigð söngvarans og banamein, en söngvarinn lést úr alnæmi árið 1991. Mercury gaf sjálfur lítið uppi um það og hefur verið gagnrýndur fyrir, þar sem hann hefði getað haft áhrif sem fyrirmynd í baráttunni við alnæmið.