— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
4. ágúst 1907 Ungmennafélag Íslands var stofnað en þriggja daga sambandsþingi lauk þennan dag. Sjö ungmennafélög gengu í UMFÍ. Fyrsti formaður var Jóhannes Jósefsson. 4.

4. ágúst 1907

Ungmennafélag Íslands var stofnað en þriggja daga sambandsþingi lauk þennan dag. Sjö ungmennafélög gengu í UMFÍ. Fyrsti formaður var Jóhannes Jósefsson.

4. ágúst 1928

Ásta Jóhannesdóttir synti fyrst kvenna frá Viðey til Reykjavíkur, fjögurra kílómetra leið, á tæpum tveimur klukkustundum. „Frækilegt sund,“ sagði Morgunblaðið.

4. ágúst 1982

Knattspyrnulið Manchester United lék vináttuleik við Val á Laugardalsvelli í Reykjavík. United vann, 5:1. George Best lék með Valsliðinu sem gestur. Daginn eftir vann United KA á Akureyri, 7:1.

4. ágúst 2005

Tilkynnt var að Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli, hæsti tindur landsins, væri 2.109,6 metrar en ekki 2.119 metrar eins og eldri mælingar sýndu.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson