Bresk-tyrkneski dúettinn Nightjar, Náttfarinn, kemur fram á Pikknikk-tónleikum í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 15. Dúettinn flytur blöndu af tyrkneskri klassískri tónlist og vestrænu poppi.
Bresk-tyrkneski dúettinn Nightjar, Náttfarinn, kemur fram á Pikknikk-tónleikum í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 15. Dúettinn flytur blöndu af tyrkneskri klassískri tónlist og vestrænu poppi. Náttfarinn svonefndi er gestur frá suðrænum löndum sem vakir á nóttunni, sem er lýsandi fyrir bakgrunn og áhugamál dúettsins, Lloyds Degler og Mehmets Ali Arslan, eins og segir á vef Norræna hússins.