Eigandi Tindur Ólafur Guðmundsson, sáttur við stýri Læðunnar.
Eigandi Tindur Ólafur Guðmundsson, sáttur við stýri Læðunnar. — Ljósmynd/Birna Norðdahl
Í Morgunblaðinu í gær mistókst að birta ljósmynd með frétt um Læðuna, þjóðþekktan bíl, sem notaður var í gamanþáttaröðunum Nætur-, Dag- og Fangavaktinni. Stóð læðan lengi við Hótel Bjarkalund þar sem ein þáttaraðanna var tekin upp.

Í Morgunblaðinu í gær mistókst að birta ljósmynd með frétt um Læðuna, þjóðþekktan bíl, sem notaður var í gamanþáttaröðunum Nætur-, Dag- og Fangavaktinni. Stóð læðan lengi við Hótel Bjarkalund þar sem ein þáttaraðanna var tekin upp.

Nýr eigandi bílsins er Tindur Ólafur Guðmundsson, 15 ára, og lagfærði hann Læðuna fyrir Reykhóladaga í Reykhólahreppi þar sem hún var notuð í nýrri keppnisgrein, svonefndu „Læðutogi“. Einnig víxluðust nöfn tveggja ljósmyndara við myndir með fréttinni, en Sveinn Ragnarsson tók mynd í tvídálk sem birtist með fréttinni. Myndina að ofan sem ekki birtist, tók Birna Norðdahl. Beðist er velvirðingar á mistökunum.