Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson — Ljósmynd/Evrópumótaröðin
Kylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson eru úr leik eftir tvo hringi á Swedish Challenge-mótinu í golfi en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir lék hringinn í fyrradag á samtals 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Kylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson eru úr leik eftir tvo hringi á Swedish Challenge-mótinu í golfi en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir lék hringinn í fyrradag á samtals 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann lék hringinn í gær á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Hann fékk sex fugla og þrjá skolla, en það dugði honum ekki að vera á samtals einu höggi undir pari, þar sem niðurskurðurinn miðaðist við tvö högg undir parið. Hann endaði í 55.-72. sæti mótsins.

Nýkrýndur Íslandsmeistari, Axel Bóasson, lék hringinn í gær á 72 höggum, eða á pari. Hann lék hringinn í fyrradag á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, og var samtals á einu höggi yfir pari. Axel endaði því mótið í 86.-68. sæti. sport@mbl.is