Ungur strákur leikur sér með dekk meðfram byggingum sem hafa eyðilagst í átökum í borginni Saada í Jemen.
Ungur strákur leikur sér með dekk meðfram byggingum sem hafa eyðilagst í átökum í borginni Saada í Jemen.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Leikkonan María Thelma Smáradóttir hleypur heilt maraþon fyrir UNICEF en allur ágóði rennur til Jemens þar sem neyðin ríkir

Í Jemen, einu fátækasta landi heims, þurfa 11 milljónir barna á hjálp að halda og þar deyr eitt barn á tíu mínútna fresti. Börnin þar þjást mikið en í landinu geisar stríð og hungursneyð. UNICEF keppist við að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til Jemens, oft við erfiðar aðstæður. Þeir sem hlaupa fyrir UNICEF í Reykjavíkurmaraþoni safna fyrir lífsnauðsynlegri neyðaraðstoð fyrir bágstadda í Jemen. Margt smátt gerir eitt stórt en til dæmis geta þúsund krónur borgað vikumeðferð eins barns gegn vannæringu.

María Thelma er ein af þeim sem hlaupa fyrir UNICEF í ár. „Æfingar ganga ágætlega, en ég hef stundað langhlaup í nokkur ár og hef mjög gaman af því. Ég hljóp líka heilt maraþon í fyrra og ákvað að hlaupa núna aftur og styrkja gott málefni. Ég stefni ekki á neinn sérstakan tíma, bara að klára,“ segir María Thelma. Hægt er að heita á Maríu Thelmu á rmi.is.