Riddari úti á kanti Byrjunarleikir heimsmeistarans í lokaumferðinni vöktu athygli, eftir 1. e4 c5 kom 2. Ra3!
Riddari úti á kanti Byrjunarleikir heimsmeistarans í lokaumferðinni vöktu athygli, eftir 1. e4 c5 kom 2. Ra3!
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jóhann Hjartarson og Hilmir Freyr Heimisson stóðu sig best íslensku skákmannanna sem tóku þátt í Xtracon-mótinu á Helsingjaeyri sem lauk um síðustu helgi. Jóhann vann sjö skákir en tapaði þremur og Hilmir hlaut 6 vinninga af tíu mögulegum.

Jóhann Hjartarson og Hilmir Freyr Heimisson stóðu sig best íslensku skákmannanna sem tóku þátt í Xtracon-mótinu á Helsingjaeyri sem lauk um síðustu helgi. Jóhann vann sjö skákir en tapaði þremur og Hilmir hlaut 6 vinninga af tíu mögulegum. Jóhann, sem undirbýr sig fyrir Ólympíumótið í Batumi, tefldi vel í mótinu og átti góð færi í öllum þrem tapskákunum. Hann hækkaði um sjö Elo-stig fyrir frammistöðu sína. Hilmir Freyr hlaut sex vinninga af tíu mögulegum, náði góðum úrslitum gegn sterkum andstæðingum og hækkaði um 15 Elo-stig og er nú stigahæsti skákmaður landsins undir 20 ára aldri.

Feðgarnir Örn Leó Jóhannsson og Jóhann Ingvason hlutu báðir 6 vinninga. Sá fyrrnefndi hækkaði um 15 Elo-stig. Aron Thor Mai fékk 5½ vinning og bróðir hans Alexander Oliver Mai hlaut 5 vinninga, Hafsteinn Ágústsson fékk 4½ vinning og Ólafur Gísli Jónsson 3½ vinning.

Efstu menn Xtracon-mótsins urðu Norðmaðurinn Jon Ludwig Hammer og Rússinn Dmitry Andreikin, en þeir hlutu 8½ vinning af tíu. Sá fyrrnefndi var hærri á sigum og telst því sigurvegari mótsins.

Magnús olli vonbrigðum

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen mátti þakka fyrir að ná einn öðru sæti á skákmótinu sem lauk í Biel i Sviss í vikunni. Í aðdraganda heimsmeistaraeinvígisins, sem hefst i London 9. nóvember, mun Magnús tefla í Sinquefield-mótinu sem hefst 17. ágúst, sleppir Ólympíumótinu í Batumi og svo hefst titilvörnin.

Magnús vann fyrstu tvær skákir sínar og flestir héldu að hann myndi sigla sigrinum í höfn en þá var eins og öll sköpunargleði hyrfi og jafnteflunum rigndi niður. Þegar leið á mótið náði Aserinn Shakhriyar Mamedyarov forystunni. Honum hefur ekki gengið vel gegn Magnúsi en í níundu umferð varð breyting á og hann náði að leggja heimsmeistarann að velli. Magnús vann að vísu sína síðustu skák eftir hálf druslulega taflmennsku og grófan afleik neðsta mannsins í jafnteflisstöðu og lokaniðurstaðan varð þessi:

1. Mamedyarov 7½ v. (af 10) 2. Magnús Carlsen 6 v. 3.-4. Vachier-Lagrave og Svidler 5½ v. 5. Navara 4 v. 6. Georgiadis 1½ v.

Frakkinn Vachier-Lagrave fékk því miður ekki þátttökurétt á síðasta áskorendamóti þó að hann hafi svo sannarlega átt þar heima. Hann hefur verið í einhverri lægð undanfarið en í síðustu umferð vann hann þó glæsilegan sigur og minntu tilþrifin á Mikhail Tal:

Vachier-Lagrave – David Navara

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4

Ítalski leikurinn er vinsæll um þessar mundir.

3. ... Bc5 4. O-O Rf6 5. d3 O-O 6. He1 d6 7. c3 h6 8. Rbd2 a5 9. Rf1 Re7 10. Bb3 Rg6 11. d4 Ba7 12. h3 Bd7 13. Rg3 a4 14. Bc2 Rh7?!

Upphafið að áætlun sem ekki virðist ganga upp. Byrjunina hefur Tékkinn teflt fremur óvenjulega og sennilega hefur hann ætlað riddaranum stað þarna eftir 7. ... h6.

15. Rf5! Rg5 16. Rxg5 hxg5 17. Dh5 Rf4 18. Bxf4 exf4 19. h4!

Hvítur gengur beint til verks og lætur hótun svarts, 19. .. g6 ekki villa sér sýn.

19. .. g6 20. Dh6 gxf5 21. exf5 f6 22. Dg6 Kh8 23. hxg5 Bc6 24. Had1!

Nýtir sér ágætan leiðarvísi að koma öllum mönnum í spilið.

24. ... Dd7 25. Hd3 Dg7 26. Hh3 Kg8

27. He7!

Það er ekki oft að sá sem er manni undir knýr fram drottningaruppskipti með svo miklum krafti eins og Vachier-Lagrave gerir hér.

27. ... Dxg6 28. fxg6 f5

Reynir að loka línum.

29. Hhh7 Hfe8 30. Heg7+ Kf8 31. Hxc7 Kg8 32. Bxf5 Bb6 33. Hcg7+ Kf8 34. Hf7+ Kg8 35. d5! Bxd5 36. Hfg7+ Kf8 37. Hd7 Kg8 38. g7 Bf7 39. g6

- og Navara gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Höf.: Helgi Ólafsson helol@simnet.is