Gott er að hafa í huga að salta matinn lítið og kaupa ferskar matvörur.
Gott er að hafa í huga að salta matinn lítið og kaupa ferskar matvörur. — Thinkstock
Flest okkar vita að mikið salt í mat er óhollt en oft er það þannig að ósaltaður matur er hálf bragðlaus. En hægt er að finna leiðir til þess að minnka saltneyslu með því að velja betur í matarkörfuna. Á vefsíðunni heilsanokkar.

Flest okkar vita að mikið salt í mat er óhollt en oft er það þannig að ósaltaður matur er hálf bragðlaus. En hægt er að finna leiðir til þess að minnka saltneyslu með því að velja betur í matarkörfuna. Á vefsíðunni

heilsanokkar.is eru góðar upplýsingar um hvaða áhrif salt hefur á okkur og hvernig á að forðast mikla saltneyslu. Stærstur hluti salts í fæðu kemur úr tilbúnum unnum matvælum, eins og unnum kjötvörum, brauði, ostum, pakkasúpum, tilbúnum réttum, skyndibitum og kartöfluflögum. Auðvitað getur oft verið erfitt að átta sig á saltmagni í vörum eins og osti, brauði, kexi, morgunkorni og sætindum. Til að minnka neyslu á salti er gott að hafa í huga að velja lítið unnin matvæli, takmarka söltun matsins og reyna að velja skráargatsvörur.

Of mikil saltneysla getur valdið háum blóðþrýstingi og bjúgsöfnun og getur á endanum valdið skemmdum í æðaþelinu. Ekki er ráðlagt að fullorðnir fái meira en 6 grömm af salti á dag og börn á aldrinum 2-9 ára ekki meira en 3-4 grömm.