George Harrison og Olivia eiginkona hans árið 1978.
George Harrison og Olivia eiginkona hans árið 1978.
Tónlist Búist er við að Maton Mastersound-gítar George Harrison fari á 40-55 milljónir króna á uppboði hjá Gardiner Houlgate, en Harrison spilaði á hljóðfærið á fyrstu árum Bítlanna og þegar Bítlaæðið var algleymingi.
Tónlist Búist er við að Maton Mastersound-gítar George Harrison fari á 40-55 milljónir króna á uppboði hjá Gardiner Houlgate, en Harrison spilaði á hljóðfærið á fyrstu árum Bítlanna og þegar Bítlaæðið var algleymingi. Jafnframt var hann myndaður með gítarinn á síðustu tónleikunum sem Bítlarnir héldu á Cavern Club fyrir 55 árum, en þar héldu þeir nærri 300 tónleika. Upphaflega fékk Harrison gítarinn lánaðan á hljóðfæraverkstæði í Manchester meðan hans eigin gítar var þar í viðgerð en hann var svo hrifinn af gripnum, sem er áströlsk smíði, að hann hélt áfram að spila á hann. Sjaldgæft er að hljóðfæri George Harrison séu seld á uppboði, svo að búist er við miklum áhuga fyrir hljóðfærinu. Uppboðið fer fram um miðjan september.