Skoraði Jón Daði Böðvarsson leikmaður Reading í marktækfæri í leiknum á móti Derby County í gærkvöld.
Skoraði Jón Daði Böðvarsson leikmaður Reading í marktækfæri í leiknum á móti Derby County í gærkvöld. — Ljósmynd/vefsíða Reading
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrsta mark keppnistímabilsins í ensku B-deildinni í knattspyrnu þegar hann kom Reading yfir gegn Derby County í gærkvöldi.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrsta mark keppnistímabilsins í ensku B-deildinni í knattspyrnu þegar hann kom Reading yfir gegn Derby County í gærkvöldi.

Jón skoraði laglegt mark með föstum skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri á 52. mínútu en Derby svaraði tvívegis og sigraði 2:1. Jón Daði var í byrjunarliði Reading en var skipt út af eftir 75 mínútur.

Um var að ræða fyrsta leikinn í deildinni á nýju keppnistímabili og skoraði Jón Daði því fyrsta markið í deildinni. Skoraði hann raunar fyrsta markið á nýju keppnistímabili í ensku knattspyrnunni því aðrar deildir eru ekki farnar af stað. kris@mbl.is