KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsídeildin: Hásteinsvöllur: ÍBV - Fylkir 13:30 GOLF Á mánudaginn verður hið árlega góðgerðarmót í golfi, Einvígið á Nesinu, haldið hjá Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi. Mótið er með hefðbundnu sniði sem þó er óvenjulegt.

KNATTSPYRNA

Úrvalsdeild karla, Pepsídeildin:

Hásteinsvöllur: ÍBV - Fylkir 13:30

GOLF

Á mánudaginn verður hið árlega góðgerðarmót í golfi, Einvígið á Nesinu, haldið hjá Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi. Mótið er með hefðbundnu sniði sem þó er óvenjulegt. Tíu kylfingum er boðið til keppni og leika þau 9 holur kl 10. Eftir hádegið eða klukkan 13 hefst sjálft Einvígið (shoot out) þar sem einn kylfingur dettur út eftir hverja holu þar til einungis sigurvegarinn stendur eftir. Nesklúbburinn og velunnarar klúbbsins ætla af þessu tilefni að gefa 500 þúsund krónur til Barnaspítala Hringsins.

LANDSMÓT

Unglingalandsmót UMFÍ heldur áfram í Þorlákshöfn í dag og á morgun. Þar keppa ungmenni á aldrinum 11 ára til 18 ára í ýmsum greinum. Keppnisgreinarnar eru: bogfimi, dorgveiði, fimleikalíf, fótbolti, frisbígolf, frjálsar íþróttir, glíma, golf, götuhjólreiðar, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, sandkastalagerð, skák, skotfimi, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund og upplestur.