Sesselía Birgisdóttir frá Advania ásamt stjórnarkonum Vertonet, Hrafnhildi Sif Sverrisdóttur og Lindu Stefánsdóttur.
Sesselía Birgisdóttir frá Advania ásamt stjórnarkonum Vertonet, Hrafnhildi Sif Sverrisdóttur og Lindu Stefánsdóttur.
Advania hefur gert bakhjarlasamning við Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni, um að styrkja starf félagsins. Advania hyggst meðal annars taka þátt í viðburðum til að efla samstöðu kvenna í tæknigeiranum.

Advania hefur gert bakhjarlasamning við Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni, um að styrkja starf félagsins. Advania hyggst meðal annars taka þátt í viðburðum til að efla samstöðu kvenna í tæknigeiranum.

Hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi voru stofnuð í apríl sem vettvangur fyrir konur til þess að tengjast og fræðast. Á fjölmennum stofnfundi samtakanna kom fram mikill samhugur um nauðsyn þess að auka hlutfall kvenna í tæknigeiranum, að því er fram kemur í tilkynningu. Megintilgangur félagsins er að vinda ofan af þeim kynjahalla sem nú ríkir í greininni og vekja áhuga kvenna á þeim fjölbreyttu störfum sem rúmast innan tæknigeirans.

Advania og Vertonet hafa sett saman aðgerðaáætlun og viðburðaríka dagskrá á næstu mánuðum þar sem konum í tæknigeiranum gefst færi á að kynnast betur og efla tengslanetið. Fyrsti viðburður verður í húsakynnum Advania í september en nánar verður sagt frá dagskránni á vefsíðu Vertonet.