Birna Valgerður Benónýsdóttir
Birna Valgerður Benónýsdóttir — Ljósmynd/Eyþór Benediktsson
Íslenska U18 ára landslið kvenna í körfuknattleik fékk skell á móti Portúgal í fyrsta leik sínum í B-deild Evrópumótsins í Austurríki í gær. Lokatölur urðu 80:51, en portúgalska liðið var yfir allan leikinn.

Íslenska U18 ára landslið kvenna í körfuknattleik fékk skell á móti Portúgal í fyrsta leik sínum í B-deild Evrópumótsins í Austurríki í gær. Lokatölur urðu 80:51, en portúgalska liðið var yfir allan leikinn.

Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með tólf stig og Anna Ingunn Svansdóttir gerði tíu stig. Íslenska liðið mætir Georgíu í öðrum leik sínum í dag klukkan 18:15 að íslenskum tíma.

Þá tapaði íslenska U18 ára landslið karla í körfuknattleik fyrir Búlgaríu, 81:61, í B-deild Evrópumótsins í Slóveníu í gær. Íslenska liðið keppir því um 13.-16. sæti mótsins og mætir Noregi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Styrmir Snær Þrastarson skoraði 16 stig fyrir Ísland, Sigvaldi Eggertsson gerði 14 og Hilmar Henningsson skoraði 11 stig.

sport@mbl.is