Óperan Lucia di Lammermoor er harmleikur eftir Gaetatno Donizetti og Salvadore Cammarano frá árinu 1835. Hún fjallar um hina tilfinningaríku Lucy Ashton, sem verður djúpt ástfangin af manni sem fjölskylda hennar fyrirlítur.
Óperan Lucia di Lammermoor er harmleikur eftir Gaetatno Donizetti og Salvadore Cammarano frá árinu 1835. Hún fjallar um hina tilfinningaríku Lucy Ashton, sem verður djúpt ástfangin af manni sem fjölskylda hennar fyrirlítur. Þegar Enrico, bróðir hennar, uppgötvar ástarsambandið verður hann bálreiður og reynir að stía elskendunum í sundur. Verkið hefur verið sýnt víða en það var frumsýnt 26. september árið 1835 í Teatro di San Carlo í Napólí. Síðan var það fyrst sýnt í London 1835 og loks náði það til Bandaríkjanna í New Orleans árið 1841.