— Morgunblaðið/Valli
Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir Reykjavík Pride? Það gengur mjög vel en eins og gengur á stórum heimilum er auðvitað mikið að gera. Það er kannski ekki alveg allt klárt ennþá en ekkert því til fyrirstöðu að þetta verði frábær vika!

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir Reykjavík Pride?

Það gengur mjög vel en eins og gengur á stórum heimilum er auðvitað mikið að gera. Það er kannski ekki alveg allt klárt ennþá en ekkert því til fyrirstöðu að þetta verði frábær vika!

Hverjir eru helstu viðburðirnir í ár?

Þetta eru sex dagar og ríflega þrjátíu viðburðir svo það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á síðustu árum höfum við lagt áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta fræðsluviðburði í bland við léttari og hressari kvöldviðburði. Það verða málfundir og pallborð, áhugaverð leiksýning, uppistand, tónleikar og risastór dragsýning á þriðjudaginn með bæði íslenskum og erlendum dragdrottningum, og margt fleira.

Hverju ert þú spenntastur fyrir?

Ég er mjög spenntur fyrir að fara á hinsegin pöbbarölt. Það hljómar kannski svolítið skrýtið því það er bara einn hinsegin skemmtistaður í Reykjavík í dag en þar sögð saga þeirra staða sem hafa starfað í gegnum tíðina. Þeir staðir eru margir og það er mikil saga tengd þessum stöðum, við förum í heimsókn, heyrum sögur og, auðvitað, fáum nokkra drykki.

Eru einhverjar nýjungar í ár?

Viðburðunum okkar fer fjölgandi ár frá ári svo það gefur augaleið að ár hvert eru nýir viðburðir í bland við fasta liði. Þar má til dæmis nefna tónleikana Hinsegin konur í tónlist, þar sem fram koma nokkrar þekktar íslenskar tónlistarkonur sem eru hinsegin. Þær ætla að flytja tónlist og kanski segja nokkrar bransasögur. Svo það eru alltaf nýjungar þó við höldum líka í sumar hefðir.