Cavill þótti of ungur að leika Bond í Casino Royal, hann segist þó ennþá vera spenntur fyrir hlutverkinu.
Cavill þótti of ungur að leika Bond í Casino Royal, hann segist þó ennþá vera spenntur fyrir hlutverkinu.
Hlutverk Níu árum áður en Cavill brá sér í hlutverk ofurmennisins átti hann að fara með hlutverkið í myndinni Superman: Flyby árið 2004, en eftir að leikstjórinn Joseph McGinty Nichol, eða McG, yfirgaf verkefnið og Brian Singer tók við var Cavill skipt...
Hlutverk Níu árum áður en Cavill brá sér í hlutverk ofurmennisins átti hann að fara með hlutverkið í myndinni Superman: Flyby árið 2004, en eftir að leikstjórinn Joseph McGinty Nichol, eða McG, yfirgaf verkefnið og Brian Singer tók við var Cavill skipt út fyrir Brandon Routh. Myndin kom út árið 2006 undir nafninu Superman Returns.

Þetta var þó ekki eina stóra hlutverkið sem naumlega rann úr greipum Cavill. Kappinn var orðaður við hlutverk töfradrengsins Cedric Diggory í Harry Potter-seríunni, en hlutverkið fór að lokum til Robert Patterson. Auk þess vildi Stephany Mayer, höfundur Twilight bókanna, að Cavill færi með hlutverk vampírunnar Edvards Cullen, en aftur varð Patterson fyrir valinu. Árið 2005 stóð valið um hlutverk James Bond í myndinni Casino Royal á milli Cavill og Daniel Craig, en eins og aðdáendur njósnarans vita fór hlutverkið til Craig. Þá voru sögusagnir um að framleiðendur Batman Begins væru að íhuga að ráða Cavill sem ofurhetjuna Batman.