Kirkjur Papeyjarkirkja.
Kirkjur Papeyjarkirkja. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Orð dagsins: Jésús grætur yfir Jerúsalem
ÁRBÆJARKIRKJA | Messað í safnkirkjunni í Árbæjarsafni kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur, Krisztina Kalló Szkláner er organisti og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson predikar og þjónar. Douglas A. Brotchie organisti og félagar úr Dómkórnum syngja. Bílastæði við Alþingi, gengt Þórshamri.

GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsamessa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og forsöngvari leiðir söng.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Helgistund kl. 20. Sr. Karl V. Matthíasson.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Elke Eckerstorfer organisti frá Vín í Austurríki leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8 og hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12. Orgeltónleikar fimmtud. kl. 12. Friðrik Vignir Stefánsson leikur.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Steinar Logi Helgason. Samskot dagsins renna til Pieta-samtakanna.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messað kl. 11. í safnaðarheimili Kópavogskirkju Borgum, sr. Dís Gylfadóttir messar. Þessi messa er liður í sumarsamstarfi kirknanna í Kópavogi.

REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Hesta- og útivistarmessa kl. 14. Tindatríóið syngur. Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson organisti og Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar. Kaffi og kleinur á pallinum við prestssetrið að messu lokinni. Hestagirðing er neðan við prestssetrið.

SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Egill Hallgrímsson, organisti Jón Bjarnason. Í messunni flytja Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og lútuleikarinn Sergio Coto Blanco athyglisverða tónlist frá sumartónleikum helgarinnar.

(Lúk. 19)

(Lúk. 19)