Chelsea og Manchester City mætast í knattspyrnuleik um enska Samfélagsskjöldinn á morgun klukkan 14 að íslenskum tíma á Wembley.

Chelsea og Manchester City mætast í knattspyrnuleik um enska Samfélagsskjöldinn á morgun klukkan 14 að íslenskum tíma á Wembley.

Samfélagsskjöldurinn markar upphaf tímabilsins á Englandi en í leiknum mætast ríkjandi bikarmeistari og ríkjandi deildarmeistarar. Chelsea varð enskur bikarmeistari eftir 1:0-sigur á Manchester United í úrslitum keppninnar á Wembley í vor en Antonio Conte var þá knattspyrnustjóri liðsins. Hann var rekinn í sumar og Ítalinn Maurizio Sarri ráðinn í hans stað. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með gríðarlega miklum yfirburðum á síðustu leiktíð. Liðið tapaði einungis tveimur leikjum í deildinni, endaði með 100 stig og skoraði 106 mörk. bjarnih@mbl.is